Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1509  —  722. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


    Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
     a.      8. mgr. orðast svo:
                      Þegar Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn ríkisborgara EES- eða EFTA-ríkis um alþjóðlega vernd á hann ekki rétt á þjónustu samkvæmt grein þessari.
     b.      9. mgr. fellur brott.